Hæfnirömmum í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla er fyrst og fremst ætlað að vera uppspretta fjölbreytilegs leikskólastarfs sem styður við framfarir barna í íslensku, bæði í skilningi og tjáningarfærni. Þeir lýsa þróun á þeim færniþáttum við tileinkun annars tungumáls sem brýnt er að vinna markvisst með og þeirri hæfni sem börnin þurfa að ná í íslensku. Þeir auðvelda mat á stöðu og framförum fjöltyngdra barna í íslensku.

Fyrirlestur um hæfniramma í íslensku er að finna inni á Torginu sem er opið öllu starfsfólki Reykjavíkur.