PWIM aðferð

  1. Velja mynd sem hentar (ljósmynd, teiknuð mynd, mynd sem barnið tekur sjálft úr umhverfi sínu)
  2. Þekkir nemandinn eitthvað á myndinni
  3. Nefna það sem er á myndinni (gott að draga línu frá hlut/atriði og segja og skrifa orðið stafa orðið og kynna/tala um það)
  4. Lesa orðið upphátt og rifja upp
  5. Nemandinn/kennari les orðið og flokkar/vinnur með það; fyrsta/síðasta hljóð, samhljóðasambönd, rím, atkvæði, sérhljóðar, rót, kyn, tíð, endingar, tala, samsett , o.s.frv.
  6. Lesa og rifja upp orðin (segja, stafa, segja)
  7. Má bæta við orðum
  8. Nemendur fá orðin og klippa niður og tengja við mynd
  9. Vinna verkefni tengdum mynd og orðum. Nota setningar sem tengja orð og mynd.
  10. Hægt að vinna áfram: setningar, ritun o.s.frv.
  11. Nota myndirnar/orðin til að búa til orðalista sem má svo vinna með áfram (ritun…)PWIM mynd frá Þorbjörgu Halldórsdóttur

Fræðsla um málþroska leikskólabarna á fjölbreyttum tungumálum

Ráðgjafar og brúarsmiðir Miðju máls og læsis hafa útbúið glærur á nokkrum tungumálum um málþroska leikskólabarna, með áherslu á fjöltyngd börn.

Hér fyrir neðan má nálgast glærurnar:

íslenska

enska

pólska

arabíska

spænska

Fræðsla um tungumálastefnu fjölskyldunnar á fjölbreyttum tungumálum

Ráðgjafar og brúarsmiðir Miðju máls og læsis hafa tekið saman glærur á nokkrum tungumálum um tungumálastefnu fjölskyldunnar. Fjallað er um hvaða tungumál eru notuð innan fjölskyldunnar, hagnýt ráð fyrir foreldra um tungumálanotkun og leiðir til að viðhalda tungumálunum.

Glærurnar má nálgast hér fyrir neðan:

íslenska

enska

pólska

arabíska

spænska

Fræðsla um leikskólakerfið á fjölbreyttum tungumálum

Ráðgjafar og brúarsmiðir Miðju máls og læsis hafa útbúið glærur á nokkrum tungumálum um leikskólakerfið í Reykjavík.

Hér fyrir neðan má nálgast glærurnar;
íslenska

enska

pólska

arabíska

spænska

Ég og íslenska – orðalisti með myndum

forsida

Miðja máls og læsis er með myndaorðasafn í vinnslu handa yngri börnum sem vilja tjá sig en vantar ennþá orð og setningar á íslensku tungumáli. Orðasafnið er hannað sem stuðningur við samskipti fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku tungumáli. Orðasafnið er ekki námsefni en hægt er að styðjast við það í einföldum samskiptum um daginn og veginn.

Leyfilegt er að nýta orðasafnið að hluta eða sem heild í skólastarfi, í frístund og sem viðbótarheimanám í samvinnu við heimili barnsins. Hægt er að skrifa þýðingar á sterkasta tungumáli barnsins við myndir með aðstoð foreldra eða fjöltyngdra starfsmanna skólans.

Athugið að orðalistinn er í sífelldri þróun. Ábendingar um orðasafnið má senda á mml (hjá) reykjavik.is.


Prentútgáfur á pdf

Ég tjái tilfinningar – íslenska 

Ég tjái tilfinningar – íslenska og filippseyska

Ég tjái tilfinningar – íslenska og arabíska

Ég tjái tilfinningar – spænska

Fræðsluefni fyrir foreldra tví- og fjöltyngdra barna

PEaCH er stytting á enska heitinu Preserving and promoting Europe’s cultural and linguistic heritage through empowerment of bilingual children and families, sem á íslensku væri mögulega hægt að þýða sem: Evrósk tungumálaarfleifð og menning sett í fókus með valdeflingu tvítyngdra barna og fjölskyldna.

Á foreldrasíðu PEaCH má finna mikið efni ætlað foreldrum. Búið er að þýða efnið á mörg evrópsk tungumál og hægt er að stilla leitarsíu eftir tungumáli neðst á síðunni. 

Ítarleg handbók frá PEaCH um máluppeldi. 

Hér fyrir neðan má finna stutt fræðslumyndbönd á ensku um hvernig foreldrar geta stutt við málþroska tví- og fjöltyngdra barna.

 

Veggspjöld um fjölmenningu

 

Í tengslum við Menntastefnumót 10. maí 2021 voru unnin tvö veggspjöld um fjölmenningu. Hér  fyrir ofan má sjá veggspjöldin og sækja í prentvænni útgáfu.

Annað veggspjaldið sýnir það sem börn í Reykjavík hafa verið að velta fyrir  sér og spyrja um. En hitt veggspjaldið vekur athygli á fjölbreytileikanum og hvernig hægt sé að fagna honum.