Lesið í leik

Lesið í leik er læsisstefna leikskóla. Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 segir: ,,Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta.“ Þar kemur einnig fram að eitt af meginmarkmiðum uppeldis og kennslu í leikskóla skuli vera: ,,að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku.“

Ekki leita langt yfir skammt

Víða í grunnskólum er til mikið magn af  kennarahandbókum. Margir gamlir gullmolar leynast þar innan um sem vert er að dusta rykið af. Oft má finna góðar hugmyndir og leiðbeiningar. Hvernig væri að fara í fjársjóðsleit?

Frístundalæsi