Lesið í leik
Lesið í leik er læsisstefna leikskóla. Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 segir: ,,Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta.“ Þar kemur einnig fram að eitt af meginmarkmiðum uppeldis og kennslu í leikskóla skuli vera: ,,að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku.“