Borgarbókasafnið
Borgarbókasafnið – The City Libraries – Mga Aklatang Panlungsod – Biblioteka Miejska
Borgarbókasafnið – The City Libraries – Mga Aklatang Panlungsod – Biblioteka Miejska
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu heldur úti Ritunarvef, þar sem eru verkefni fyrir ritun og skapandi skrif
Markmiðið með Ritunarvefnum er að allir sem vilja skapa geti fundið verkefni við sitt hæfi, til að efla sköpunina, þjálfa íslenskuna, auka áhuga sinn á lestri og stuðla þannig smám saman að betri læsi.
SAMFOK í samstarfi við Móðurmál og einstaka móðurmálsskóla á höfuðborgarsvæðinu stóðu fyrir málþingum um skólamál með fókus á erlenda foreldra.
Nálgast má glærur hér á síðu SAMFOKS
Á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu má finna upplýsingar um HLJÓM-2.
HLJÓM-2 er aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málvitund barna í elsta árgangi leikskólans. Skimunin er framkvæmd í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu vegna lestrarerfiðleika þegar formlegt lestrarnám hefst. Slök hljóðkerfis- og málvitund er talin aðalorsök lestrarvanda hjá 88% barna (9 af hverjum 10 börnum). Undanfarna áratugi hefur mikil áhersla verið lögð á að börnum sé strax frá unga aldri boðið markvisst upp á leiki og verkefni til að örva hljóðkerfis- og málvitund þeirra og að þeim sem virðast eiga í erfiðleikum sé sinnt sérstaklega. Leikskólaárin eru því sérlega mikilvæg fyrir snemmtæka íhlutun.
Á haustmánuðum 2017 eignaðist þá Menntamálastofnun nú Miðstöð menntunar og skólaþjónustu matstækið HLJÓM-2. Í kjölfarið urðu ýmsar breytingar eins og þær að allt sem viðkemur HLJÓM-2 er leikskólum að kostnaðarlausu, afgreiðsla gagna fer fram með rafrænum hætti.
Kynningarmyndband fyrir HLJÓM-2
Réttindanámskeið HLJÓM-2 á rafrænu formi
Fyrirspurnir má senda á hljom-2@mms.is