Orðaleikur – orðanám í leikskóla

Orðaleikur er námsefni fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál. Námsefnið er notendum að kostnaðarlausu og er að finna inn á heimasíðu Miðstöð skólaþróunar undir útgefið efni (Orðaleikur).

Höfundar námsefnisins eru Rannveig Oddsdóttir, lektor við kennaradeild HA og Íris Hrönn Kristinsdóttir sérfræðingur við MSHA. Hér má finna upptöku þegar námsefnið var kynnt og vefurinn formlega opnaður.

Efni á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem getur nýst byrjendum í lestri og stærðfræði

Á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu er að finna lista yfir efni sem gæti nýst byrjendum í lestri og stærðfræði.

Ótrúleg eru ævintýrin – skema

Í leikskólanum Drafnarsteini er löng hefð fyrir því að vinna með námsefnið Ótrúleg eru ævintýrin á. Hér má sjá skema sem tengist Velvakandi og bræður hans:

Á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu er hægt að finna texta til útprentunar og hljóðbók við þær sögur sem fylgja námsefninu.

Bandaríska lestrarmiðstöðin – vefsíða

Hér má finna heimasíðu bandarísku lestrarmiðstöðvarinnar Reading Rockets.