Orðaleikur – orðanám í leikskóla
Orðaleikur er námsefni fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál. Námsefnið er notendum að kostnaðarlausu og er að finna inn á heimasíðu Miðstöð skólaþróunar undir útgefið efni (Orðaleikur).
Höfundar námsefnisins eru Rannveig Oddsdóttir, lektor við kennaradeild HA og Íris Hrönn Kristinsdóttir sérfræðingur við MSHA. Hér má finna upptöku þegar námsefnið var kynnt og vefurinn formlega opnaður.