Læsi er lykill að námi
Miklu skiptir fyrir nýkomna nemendur að ná sem fyrst tökum á íslensku til að eiga góða möguleika í námi. Kenna þarf hljóð íslenska stafrófsins með markvissum og skipulögðum hætti. Alltaf ætti að horfa til þess að nemendur þurfta tíma og endurtekningu til að ná tökum á þeim. Gæðakennsla byggir góðan grunn.
Nýkomnir nemendur
Þegar búið er að leggja fyrir stöðumat og í ljós kemur að nemandi sem á að fara í 2. – 10. bekk er byrjandi í læsi í öllum sínum tungumálum þarf að:
- Skipuleggja markvissa lestrarkennslu á íslensku
- Leggja áherslu á að leggja inn hljóð stafanna
- Kenna þeim að draga til stafs
- Byrja strax að æfa sig að skrifa stafi og orð
- Leggja áherslu á að orðaforðakennsla fari fram í gegnum samtal og myndir
- Hafa í huga að börn sem koma frá svæðum þar sem töluð eru tungumál mjög ólík íslensku (tónamál t.d.) þurfa oftast lengri tíma til að ná tökum á hljóðum íslenskunnar