Í leikskólanum Engjaborg er í boði að setjast niður og prófa að skrifa nafnið sitt, stafi og hin ýmsu orð.
Þetta finnst mörgum börnum mjög skemmtileg iðja og þau gera hinar ýmsu tilraunir. Það er til dæmis mjög spennandi að skrifa fullt af stöfum og fá síðan kennara til að lesa fyrir sig hvað standi þarna.