Í leikskólanum Austurborg eru bækurnar um Einar Áskel alltaf jafn vinsælar hjá börnunum.

Eftir að börnin hafa hlustað á eina bók um Einar Áskel setjast þau niður og rita sína upplifun á sögunni með því að teikna á blað.

Ritun er að skrifa, teikna, túlka og skapa og er misjafnt eftir aldri, áhuga og getu hvernig börn rita sína upplifun.