Ritunarvefur Menntamálastofnunar er með verkefni fyrir ritun og skapandi skrif. Þessi vefur var unnin í samvinnu við Davíð Hörgdal Stefánsson, rithöfund og kennara hjá Sköpunarskólanum.
Þar segir meðal annars: ,,Markmiðið er því að allir sem vilja skapa geti fundið á Ritunarvefnum verkefni við sitt hæfi – til að efla sköpunina, þjálfa íslenskuna, auka áhuga sinn á lestri og stuðla þannig smám saman að betra læsi.“