Í leikskólanum Sólborg er meðal annars unnið eftir Orðaspjallsaðferðinni. Eitt af áherslunum í þeirri aðferð er að kennarinn velur orð sem kemur fyrir í þeirri barnabók sem verið er að vinna með. Unnið er síðan markvisst með þessi orð, þau eru kennd, rædd og leikin…og síðast en ekki síst, notuð í daglegu starfi þannig að orðin verða hluti af orðaforða barnanna.