Vefurinn Leikur að íslenskum orðum er ætlaður til málörvunar í íslensku og hentar því jafnt fyrir þá sem eru með annað móðurmál en íslensku og nemendur með seinkaðan málþroska.

Markmið vefsins er fyrst og fremst að kenna algeng orð, ritun þeirra, lestur og framburð. Þemun eru áþekk því sem er í málörvunarefninu Orðasjóði og því hentugt að nota vefinn samhliða því námsefni.