Markmiðið er að æfa orðaforða tengdum samanburði og dýpka hugtakaskilning ásamt því að búa til setningar.

Nauðsynlegt er að leggja inn þau orð sem við notum til þess að bera saman og hafa sýnilegan/aðgengilegan áður en farið er í vinnuna með venslakortið.

Dæmi um orð sem hægt er að vinna með:

eins – ekki eins

eins og

af því –

líkur/lík/líkt, – ólíkur/ólík/ólíkt

sami/sama

báðir/báðar/bæði – hvorugur/hvorug/hvorugt.

 

Aðferð: Tvær myndir sýndar. T.d. banani og sítróna.

Stýrðar umræður um hvað er eins og hvað er ekki eins og venslakort teiknað í sameiningu. Mjög mikilvægt er að skrifa niður öll orð sem koma fram á venslakortið.

 

Síðan er hægt að halda áfram og æfa ritun út frá venslakortinu.

Dæmi um afrakstur:

Banani er gulur. Sítróna er gul. Banani og sítróna eru eins á litin.

Banani og sítróna eru eins af því þau eru bæði gul.
Banani er ávöxtur. Sítróna er ávöxtur. Bæði bananar og sítrónur eru ávextir.
Banani og sítróna eru mjög ólík á bragðið. Banani er sætur á bragðið. Sítróna er súr á bragðið.
Banani er ávalur. Sítróna er kringlótt. Banani og sítróna eru ekki eins í laginu.