Markmið:

 • að nemendur muni það sem þeir lesa
 • að víkka sjónarhorn nemenda á lesefnið
 • að auka þekkingu nemenda og lesskilning

Kennsluaðferð: Innlögn, einstaklingsverkefni, samvinna nemenda

Texti: Fræðitexti

Gögn: Límmiðar, stílabók, skriffæri

Undirbúningur kennara; sýnikennsla, finna lestexta einn eða fleiri

 Framkvæmd:

 • Kennari eða nemendur texta hver fyrir sig, ákveðinn kafla sem kennarinn ákveður.
 • Gert er hlé á lestrinum og nemendur beðnir um að hugsa um það sem verið lesið
 • Nemendur punkta niður spurningar um efnið á minnismiða
 • Haldið áfram að lesa á þennan hátt þar til kennarinn ákveður að lestri sé lokið
 • Nemendur ræða viðfangsefnið við aðra sem hafa lesið sama kafla og skiptast á skoðunum og rifja þannig upp
 • Nemendur rifja upp inntak textans og skrifa hjá sér
  1. það þeim finnst mikilvægast að muna
  2. hvernig samræður hjálpuðu þeim að skila það sem þeir lásu
  3. spurningu, ef einhverju er enn ósvarað

Skjal til útprentunar

 Að lesa, skrifa, spjalla
Leiðbeiningar um vinnu nemenda
Á meðan þú lest

·     Lestu nokkrar setningar í einu

·     Hættu lestrinum og hugsaðu um það sem þú hefur lesið

·     Skrifaðu hugsanir þínar á minnismiða

·     Haltu áfram að lesa kaflann á þennan hátt

 

Þegar þú ert búinn að lesa kaflann

·     Spjallaðu við aðra um það sem þú hefur lesið

·     Rifjaðu upp í huganum það sem kom fram í kaflanum

·     Rifjaðu upp í huganum hvernig aðrir nemendur hjálpuðu þér að skilja það sem þú last

·     Skrifaðu á minnismiða

a. það sem þér finnst mikilvægast að muna

b. spurningar, ef þér finnst eitthvað óljóst eða þarft að vita meira um efnið