Að hlusta á innri rödd – minnispunktar kennara

Markmið: að efla meðvitund um lesskilning

Þjálfa nemendur í að

 • hlusta á sína innri rödd og eiga samræður við hana á meðan þeir lesa
 • skrá hugsanir sínar samhliða lestri

Kennsluaðferð; innlögn, einstaklings verkefni, hópakennsla

Texti: ýmsar gerðir texta eftir getu nemenda

Gögn: límmiðar eða verkefnablað, skriffæri

Framkvæmd:

 • Kennari segir nemendum að velta hugsun sinni fyrir sér og taka eftir innri rödd sinni með því að tala við sjálfa sig á meðan þeir lesa.
 • Kennarinn les bókarkafla eða ljóð og sýnir nemendum, með því að hugsa upphátt hvaða samræður hann á við innri rödd sína. Hann stoppar af og til og skrifar hugrenningar sínar á litla límmiða og límir þá á þann stað í textanum sem kveikjan af hugmynd hans er eða á spássíu.
 • Eftir hlustun eða lestur biður kennari nemendur hugsa um og hlusta eftir innri rödd. Haldið er áfram að lesa og fær kennarinn nemendur til að taka þátt í ferlinu og leiðbeinir þeim.
 • Nemendur geta komið með tillögur eða spjallað við sessunaut sinn um hugsanir sínar um efnið. Með því má greina ákveðin atriði eða meginviðfangsefni sögunnar.
 • Nemendur skrifa á límmiða eða á spássíu hugrenningar sínar.
 • Nemendur spjalla saman í hópum um það sem þeir hafa skrifað niður hjá sér.

Sýnikennsla kennarans og þjálfun nemenda er afar mikilvæg forsenda þess að nemendur tileinki sér vinnubrögðin og verði færir um að beita aðferðinni sjálfstætt.

 

Að hlusta á inni rödd – á meðan ég les eða hlusta – minnispunktar nemenda

Hugsaðu:

 • Um hvað er ég að lesa
 • Skil ég það sem ég les
 • Hef ég heyrt þetta áður
 • Er eitthvað nýtt hérna
 • Skrifaðu það sem þér dettur í hug
 • Segðu frá því sem þú hugsar
 • Ræddu það við aðra

Skjal til útprentunar