Í leikskólanum Fífuborg er börnunum boðið upp á mismunandi þemakassa til að nota í frjálsum leik. Má þar nefna þemakassa til búðarleikja, veitingareksturs, heimilisstarfa, sjúkrahús, svo eitthvað sé nefnt.

Í reglunum fyrir þemakassa er tekið fram að í hverjum kassa eigi að vera ritmálsörvandi verkfæri sem undirstrikar það að við erum alltaf að nota ritun, hvort heldur er til að skrifa, teikna, túlka eða skapa.