Að læra annað mál í skóla – hvað er sérstakt við Ísland?
Fræðslufundur með Elínu Þöll Þórðardóttur Ph.D. haldinn í Gerðubergi 12.apríl 2018.
Elín Þöll er prófessor við McGill háskólann í Kanada og í erindi sínu fjallaði hún um rannsóknir á nemendum sem tala íslensku sem annað mál
Fræðsla fyrir alla sem hafa áhuga á íslensku sem öðru máli
Samanburður við önnur lönd bendir til þess að árangur nemenda á Íslandi sé minni en árangur nemenda sem læra önnur tungumál sem annað mál.
Hvers vegna? Er íslenska sérstaklega erfitt mál? Er eitthvað sérstakt við aðstæður á Íslandi sem veldur því að erfitt er að læra annað mál í skóla? Þarf annars konar aðferðir á Íslandi en í öðrum löndum?
Farið var yfir niðurstöður nýrra rannsókna um unglinga á Íslandi sem varpa ljósi á stöðu íslenskunáms í samkeppni við ensku, áhuga unglinga á því að læra íslensku og aðgengi þeirra að tækifærum til þess. Rætt var um möguleg úrræði sem gætu aukið íslenskukunnáttu nemenda sem tala hana sem annað mál.
Upptaka frá fundinum