Handbók um verkfæri Byrjendalæsis frá Akranesi
Ásta Egilsdóttir og Guðrún Guðbjarnardóttir, grunnskólakennarar á Akranesi, tóku saman Að fanga fjölbreytileikann – Handbók um verkfæri Byrjendalæsis.
Hugmyndin á bak við gerð handbókarinnar var meðal annars sú að kennarar geti prentað út hvern kafla fyrir sig og safnað sér bæði fræðilegu og hagnýtu efni sem fjallar um það sama, þannig að úr verði góð og persónuleg handbók fyrir hvern og einn.
Þær Ásta og Guðrún hafa gefið leyfi til að birta handbókina hér og er öllum velkomið að nýta sér þessa frábæru vinnu.
Höfundar vilja benda á að prentun verður skýrust í svart-hvítu.
- Að fanga fjölbreytileikann – Handbók um verkfæri Byrjendalæsis
- Hlutverkin