Í leikskólanum Kvistaborg er úrval handbrúða sem eru tilbúnar í spjall og sögugerð.
Ótrúlegt er hvað handbrúður geta kveikt á mikilli umræðu. Það er eins og börn detti inn í ævintýraheim (hlutverkaleik) og meira að segja þau sem lítið vilja tjá sig fara á flug.
Í frásögnum er verið að nota málið til að segja frá persónulegum upplifunum og/eða þekktum atburðum (eitthvað sem gerist aftur og aftur). Í sögugerð er verið að nota málið til að segja sögu þar sem eru sögupersónur, söguþráður, atburðarás og sögulok.