Málfræði
Málfræði fjallar um hvernig börn ná tökum á ýmsum málfræðireglum eins og fallbeygingu, þátíð, fleirtölu og fleira.
Málfræði fjallar um hvernig börn ná tökum á ýmsum málfræðireglum eins og fallbeygingu, þátíð, fleirtölu og fleira.
Minnsta eining máls er myndan (morfen). Um leið og börn ná meira valdi á notkun myndana, verður mál þeirra nákvæmara og merkingarbærara. Ung börn læra málfræði sem þau heyra í umhverfi sínu.
Upp úr 2;6 til 3;0 ára aldri byrja börn að nota málfræðiendingar. Þá byrja þau að læra um byggingu orða. Þau læra t.d. að –ar endingin táknar eitthvað sem er meira en eitt (fleirtölu), að –aði endingin táknar eitthvað sem er búið / liðið (þátíð) og að t.d. þegar talað er um persónur breytast endingar orða sbr. hestur og hundur -ur/-Ø/-i/-s.
Börn virðast reyna að finna út úr hvernig málið er notað og hvernig það er byggt upp með því að leita að kerfi og með því að búa til tilgátur. Þetta er eru kallaðar alhæfingar. Mjög eðlilegt er að lítið barn segi „ég hlaupaði“ eða þarna eru „tvær kisar“ en ef barnið heldur áfram að tjá sig á þennan hátt eftir 5-6 ára aldur, hefur það ekki lært hvernig málfræðikerfin virka og þarf aðstoð.
Ung íslensk börn á máltökualdri gera fáar málfræðivillur þegar þau tjá sig. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að íslenskan er mikið beygingarmál og flókið málfræðilega. Í rannsókn sem gerð var á málsýnum íslenskra barna á aldrinum 2;6 til 6;6 voru málfræðivillur hlutfallslega fáar og þeim fór fækkandi eftir því sem börnin urðu eldri. Börnin voru fljót að ná tökum á beygingarmyndum nafnorða, sagnorða og lýsingarorða eins og kom fram í sjálfsprottnu tali þeirra. Um 96-99% af því sem þau sögðu var rétt.
Jóhanna T. Einarsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir. (2015). Málsýni leikskólabarna: Aldursbundin viðmið. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið Háskóla Íslands.