Það að tala við börn skiptir máli fyrir málþroska barna. Samtal getur styrkt tengsl við barnið því börn eru forvitin, þau spyrja og þau hlusta.
- Notið fjölbreytt orð og erfið
- Notið orðatiltæki og málshætti
- Spyrjið opinna spurninga sem krefjast ígrundunar
- Gefið barninu tíma til að svara
- Ræðið þannig við barnið að það fái tækifæri til að lýsa atburðum, draga ályktun (ef þetta…þá hvað?) og rökstyðja svar sitt (af hverju…?)
Samtal er hægt að eiga næstum því hvar sem er, t.d. yfir kvöldmatnum, í bílnum, í göngutúr, við heimilisstörfin svo eitthvað sé nefnt.