• Skapið notalega stund með barninu og lesið góða bók
  • Lesið framhaldssögu sem vekur löngun barnsins til að heyra meira
  • Stoppið lesturinn reglulega, ræðið innihaldið og veltið vöngum yfir framhaldinu
  • Skiptist á að lesa
  • Gefið sögupersónum rödd, svipbrigði og látbragð. Hlæið, sprellið, hafið gaman og fáið barnið með

Þegar lesið er fyrir börn er hægt að lesa þyngri texta en þau ráða við að lesa sjálf.