Hljóðkerfis- og hljóðavitund, orðaforði, málskilningur og lesfimi er undirstaða þess að ná tökum á lestri. Flest börn ná þessari færni og verða þar af leiðandi læs.
Nokkuð algengt er að börn kunni að lesa en geri það ekki sökum áhugaleysis og annarra letjandi þátta. Því þarf að viðhalda áhuga og jákvæðu viðhorfi, vera hvetjandi og taka ábyrgð á námi barnanna.
Foreldrar/forráðamenn þurfa því að vera vakandi yfir því að beina bókum að barninu sem vekja áhuga þess og tengjast áhugamálum barnsins. Viðhorf til bókalesturs á heimilinu skiptir miklu máli og mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn sýni gott fordæmi. Að ná tökum á lestrarfærni skiptir miklu fyrir allt nám barnsins.