Lesskilningur skiptir miklu máli, það er að geta lesið sér til gagns og ánægju.

Þegar foreldri / forráðamaður situr með barni sínu sem er að æfa sig að lesa, þá er gott að hafa eftirfarandi að leiðarljósi:

Áður en lestur hefst:

  • Skoðið forsíðuna með barninu, myndir og kaflaheiti
  • Hvaða ályktun má draga af þessum upplýsingum?
  • Ræðið um hvað bókin gæti fjallað um

Á meðan að lesið er:

  • Stoppið við erfið orð, ræðið þau og veltið merkingu þeirra fyrir ykkur
  • Talið um aðalatriði og aukaatriði
  • Ræðið innihald textans og spyrjið barnið spurninga úr honum

Eftir að lestri lýkur:

  • Dragið saman efnið með barninu
  • Spyrjið opinna spurninga (hvað, hver, hvenær, hvernig, af hverju)