Íslenskusamlokan

Við fáum mjög oft spurningar um hvaða tungumál eigi að nota við nýja nemendur af erlendum uppruna. Það er auðvitað ekkert eitt rétt svar við þeirri spurningu enda börnin mörg og með fjölbreytta reynslu í farteskinu auk þess að aðstæður samskiptanna geta verið ólíkar.

Það má samt alveg nota þá þumalfingursreglu að bjóða alltaf íslenskuna fyrst og síðast, sama hvaða stoðir við nýtum okkur til þess að gera okkur skiljanleg.

Í samlokunni er íslenskan brauðið, skilaboðin eru áleggið sama hvaða fjölbreyttu aðferðir við nýtum okkur til þess að þau komist örugglega til skila.

Hér má hlaða niður prentvænni útgáfu.

Að vekja áhuga á bókalestri

Á haustráðstefnu um Byrjendalæsi 2016 var Steven L. Layne, prófesssor í læsisfræðum við Judson University í Elgin, Illinos, BNA, aðalfyrirlesari. Fyrirlestur hans bar nafnið ,,Successful Strategies for Building Lifetime Readers.“ Hann talaði af miklum eldmóð um bókalestur og mikilvægi þess að kveikja áhugann. Fylla ætti skólana af bókaormum og lestrarhestum.

Steven L. Layne  hefur m.a. gefið út bókina In Defense of Read-Aloud Sustaning Best Practice.

Hér eru skjöl sem sett voru saman út frá hugmyndum Stevens:

 

Syngjandi skóli – hlustunarefni

Á vef Menntamálastofnunar má finna hlustunarefni sem fylgir með námsefninu Syngjandi skóli. Þarna er að finna 88 lög sem sundin eru af börnum úr Kársnesskóla og með hverju lagi er einnig leikin útgáfa.

 

 

Söguskjóður og sagnaskjattar – vefsíða

Söguskjóður og sagnaskjattar er ein af mörgum vefum sem Anna Elísa Hreiðarsdóttir leikskólakennari og lektor við Háskólann á Akureyri heldur úti.

Skaðsemi hávaða í námsumhverfi barna

Dr. Valdís  Ingibjörg Jónsdóttir, menntaður grunnskólakennari, heyrnar- og talmeinafræðingur með mastersgráðu (M.Phil frá Strathclyde University; Glasgow 1996) og doktors- gráðu (PhD frá Tampere í Finnlandi, 2003) í rödd og raddumhirðu (voice ergonomics). Hún hefur sinnt ýmsum rannsóknum á röddum kennara þar sem niðurstöður hafa verið birtar hérlendis sem erlendis og verið með fyrirlestra um rödd og hávaða.

Hún heldur úti vefsíðunni Rödd þar sem má finna margan fróðleik.

Dr. Valdís Ingibjörg hefur ritað margar greinar og meðal annars um hávaða í umhverfi barna sem hefur skaðleg áhrif á lestrarnám sem annað nám. Grein þessi birtist í Heimili og skóla 2015 en á fullt erindi til okkar í dag. Nálgast má greining hérna.

Fjölmiðlafólk hefur verið duglegt að taka viðtal við Valdísi Ingibjörgu sem nálgast má inn á vefsíðunni Rödd. Í viðtali í Fréttablaðinu (12. des. 2019) telur hún að hávaði sé rótin að versnandi árangri íslenskra nemenda í PISA – könnuninni. Í niðurlaginu kemur eftirfarandi fram sem er umhugsunarvert fyrir leikskólana:

Valdís segir börn eiga erfiðara með að vinna í hávaða en fullorðnir. „Við sjálf treystum okkur ekki til að vinna við þær aðstæður sem börn eru í þegar þau sitja í kennslustund. Á sama tíma eru þau viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir af líffræðilegum ástæðum, hlust þeirra er styttri og heyrnarfæri þeirra ekki eins þroskuð og fullorðinna. Sama á við um málþroska, þau eiga erfiðara með að hlusta sér til skilnings,“ segir Valdís. „Það er ekki hægt að einblína bara á lestur, það þarf að tryggja að málfarslegar undirstöður séu í lagi.“

Telur hún að tækla þurfi vandamálið áður en börn fara í grunnskóla. „Það þarf fyrst og fremst að eiga sér stað vakning um skaðsemi hávaða. Svo þarf strax í leikskóla að ná hávaðanum niður. Þannig þarf að fækka börnum í hópi til að þau læri ekki að hávaði sé eina leiðin til að láta í sér heyra.“

 

 

Read – sammen om læsning – vefsíða

Á vefsíðunni Read – sammen om læsning eru ýmsar leiðbeiningar til foreldra, bæði sem skjöl og myndbönd, á mörgum tungumálum.

Voice Dream Reader – smáforrit

Voice Dream Reader er smáforrit sem nýtist þeim sem eru í lestrarvanda. Smáforritið les texta upphátt og er hægt að opna í því bækur og skjöl. Með viðbót má setja inn íslenskar raddir og skanna. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Voice Dream.