Voice Dream Reader – smáforrit

Voice Dream Reader er smáforrit sem nýtist þeim sem eru í lestrarvanda. Smáforritið les texta upphátt og er hægt að opna í því bækur og skjöl. Með viðbót má setja inn íslenskar raddir og skanna. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Voice Dream.

Leturgerð fyrir lesblinda

Í öllum tölvum í skólum Reykjavíkurborgar má finna leturgerðina Open dyslexia í ritvinnsluforritinu Word. Þessi leturgerð hentar mörgum sem eru lesblindir.

Leiðsagnamat – kynningamyndband

Hér má finna myndband með stuttri og skemmtilegri kynningu á áherslum leiðsagnamats.

Börn og tónlist – vefsíða

Börn og tónlist er vefsíða sem inniheldur hugmyndir að fjölbreyttu tónlistarstarfi í leikskóla. Vefsíðan er í umsjá Brite Harksen.

Leikur að bókum – vefsíða

Leikur að bókum – Möguleikar barnabóka í leikskóla – er vefsíða sem er hugsuð sem hugmyndabanki fyrir alla sem leita nýrra leiða til að vinna með barnabækur í leikskóla. Á bak við vefinn standa einkum tvær persónur þær Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir og Birte Harksen.

Læsisvefur Menntamálastofnunar

Læsisvefurinn hjá Menntamálastofnun er kominn í loftið. Þar má finna margt um forsendur læsis, lesfimi, orðaforði og lesskilningur, ritun og lestrarmenning.

Smáforritið Orðagull – Leiðbeiningar

Þar sem smáforritið Orðagull er til í mörgum spjaldtölvum og hefur verið frítt til niðurhals, þá getur verið gott að hafa leiðbeiningar við hendina. Leiðbeiningarnar má nálgast hér.

Tveir fjöltyngdir drengir á Íslandi: Þróun tungumálaforða í tíu ár

Tveir fjöltyngdir drengir á Íslandi: Þróun tungumálaforða í tíu ár er grein sem var birt í Skímu tímariti Samtaka móðurmálskennara árið 2019. Höfundar greinarinnar eru Renata Emilsson Peskova og Kriselle Lou Suson Jónsdóttir.

Þetta er  langtímarannsókn um tvo fjöltyngda drengi og fjallar um viðhorf til og notkun tungumálana í umhverfi barnanna ásamt samantekt á frammistöðu þeirra í íslensku í 10 ár.