Stoðir með QR kóðum fyrir ólæsa á íslenskt stafróf

Þegar unnið er með ólæsum nemendum og foreldrum, sama hvort þau eru byrjendur í lestri á latneskt stafróf eða koma til landsins með rofna eða litla skólagöngu að baki, er hægt að nýta tæknina til þess að auðvelda íslensku- og lestrarnám.
Hér er dæmi um hvernig hægt er að taka saman stoðir fyrir unglinga sem koma til landsins án þekkingar á latneska stafrófinu. Hér hafa myndir og QR-kóðar verið sett saman í skjal til að gera efnið aðgengilegra.

stoðir – fyrstu skrefin fyrir persneskumælandi eftir Miðju máls og læsis – prentútgáfa á pdf – farsi

Stoðir – fyrstu skrefin fyrir arabískumælandi eftir Miðju máls og læsis Prentútgáfa á pdf – arabíska

PWIM aðferð

 1. Velja mynd sem hentar (ljósmynd, teiknuð mynd, mynd sem barnið tekur sjálft úr umhverfi sínu)
 2. Þekkir nemandinn eitthvað á myndinni
 3. Nefna það sem er á myndinni (gott að draga línu frá hlut/atriði og segja og skrifa orðið stafa orðið og kynna/tala um það)
 4. Lesa orðið upphátt og rifja upp
 5. Nemandinn/kennari les orðið og flokkar/vinnur með það; fyrsta/síðasta hljóð, samhljóðasambönd, rím, atkvæði, sérhljóðar, rót, kyn, tíð, endingar, tala, samsett , o.s.frv.
 6. Lesa og rifja upp orðin (segja, stafa, segja)
 7. Má bæta við orðum
 8. Nemendur fá orðin og klippa niður og tengja við mynd
 9. Vinna verkefni tengdum mynd og orðum. Nota setningar sem tengja orð og mynd.
 10. Hægt að vinna áfram: setningar, ritun o.s.frv.
 11. Nota myndirnar/orðin til að búa til orðalista sem má svo vinna með áfram (ritun…)

  PWIM mynd frá Þorbjörgu Halldórsdóttur

Fræðsla um málþroska leikskólabarna á arabísku – نمو اللغة عند الأطفال

Hér er fjallað um málþroska leikskólabarna á arabísku – نمو اللغة عند الأطفال

Fræðsla um málþroska leikskólabarna á ensku – Children’s Language Development for English-speaking parents

Hér er fjallað um málþroska leikskólabarna á ensku

Fræðsla um tungumálastefnu fjölskyldunnar á arabísku – سياسة اللغة العائلية في

Hér er fjallað um hvaða tungumál eru notuð innan fjölskyldunnar, hagnýt ráð fyrir foreldra um tungumálanotkun og að viðhalda tungumálunum.

Fræðsla um tungumálastefnu fjölskyldunnar á ensku – Family Language Policy for English-speaking parents

Hér er fjallað um hvaða tungumál eru notuð innan fjölskyldunnar, hagnýt ráð fyrir foreldra um tungumálanotkun og að viðhalda tungumálunum.

Fræðsla um tungumálastefnu fjölskyldunnar á pólsku – Polityka językowa w rodzinie Rodzice Polskojęzyczni

Hér er fjallað um hvaða tungumál eru notuð innan fjölskyldunnar, hagnýt ráð fyrir foreldra um tungumálanotkun og að viðhalda tungumálunum.

Fræðsla um leikskólakerfið á arabísku – محاضرة حول نظام التعلیم في ریاض الأطفال

Hér má nálgast glærur á arabísku með fræðslu um leikskólakerfið í Reykjavík

Fræðsla um leikskólakerfið á ensku – About the Icelandic Preschool System

Hér má nálgast glærur á ensku með fræðslu um leikskólakerfið í Reykjavík