100 orð – vefsíða

100 orð er vefsíða sem ætluð er sem kennsluefni við lestrarnám í grunnskóla og miðar að eflingu sjónræns orðaforða.

Höfundar vefsíðunnar eru Dagbjört Guðmunsdóttir (málfræðingur), Einar Örn Bergsson (tölvunarfræðingur), Emil Aron Thorarensen (tölvunarfræðingur) og Lilja Björk Stefánsdóttir (málfræðingur).

Stuðningslestur

Hér má finna skjal, um vinnulag við stuðningslestur, til útprentunar.

Þrep í lestri

Hér má finna skjal til útprentunar um þrep í lestri.

Snemmtæk íhlutun – bjargir

Flestir leikskólar eiga bókina Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna. Með bókinni fylgdu ákveðnar bjargir sem finna má hér.

Tónmennt og tónmenntakennsla – vefsíða

Tónmennt og tónmenntakennsla er vefur með námsefni sem styður við nám og kennslu í tónlist. Er þar margt að finna s.s.: söngvasafn, rytma, spjaldtölvur og tónlist o.m.fl.

Gagnvirkur söngvabanki fyrir leikskóla

Söngvabankinn er vefsíða í stöðugri vinnslu. Söngvabankinn inniheldur algenga söngva sem sungnir eru í íslenskum leikskólum.

Heiðurinn af þessari síðu eiga Bjarki Guðmundsson meistaranemi, MVS, HÍ og Helga Rut Guðmundsdóttir prófessor, MVS, HÍ. Í meistaraverkefni Valdísar Ýr Vigfúsdóttur kemur fram hver vinsælustu sönglögin í íslenskum leikskólum eru og var byrjað á að vinna Sögubankann út frá þeim lista.