100 orð – vefsíða

100 orð er vefsíða sem ætluð er sem kennsluefni við lestrarnám í grunnskóla og miðar að eflingu sjónræns orðaforða.

Höfundar vefsíðunnar eru Dagbjört Guðmunsdóttir (málfræðingur), Einar Örn Bergsson (tölvunarfræðingur), Emil Aron Thorarensen (tölvunarfræðingur) og Lilja Björk Stefánsdóttir (málfræðingur).

Málþroski sem mælikvarði á velferð – grein

Hér má finna greinina Language as a child wellbeing indicator sem fjallar um málþroskann út frá því að hann sé mælikvarði á velferð.

Stuðningslestur

Hér má finna skjal, um vinnulag við stuðningslestur, til útprentunar.

Þrep í lestri

Hér má finna skjal til útprentunar um þrep í lestri.

Snemmtæk íhlutun – bjargir

Flestir leikskólar eiga bókina Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna. Með bókinni fylgdu ákveðnar bjargir sem finna má hér.

Tónmennt og tónmenntakennsla – vefsíða

Tónmennt og tónmenntakennsla er vefur með námsefni sem styður við nám og kennslu í tónlist. Er þar margt að finna s.s.: söngvasafn, rytma, spjaldtölvur og tónlist o.m.fl.

Bakhjarlar skóla- og frístundastarfs – vefsíða

Bakhjarlar skóla- og frístundastarfs er stuðningur við foreldra, kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi um allt land.

Gagnvirkur söngvabanki fyrir leikskóla

Söngvabankinn er vefsíða í stöðugri vinnslu. Söngvabankinn inniheldur algenga söngva sem sungnir eru í íslenskum leikskólum.

Heiðurinn af þessari síðu eiga Bjarki Guðmundsson meistaranemi, MVS, HÍ og Helga Rut Guðmundsdóttir prófessor, MVS, HÍ. Í meistaraverkefni Valdísar Ýr Vigfúsdóttur kemur fram hver vinsælustu sönglögin í íslenskum leikskólum eru og var byrjað á að vinna Sögubankann út frá þeim lista.