Setningarfræði
Setningarfræði fjallar um gerð setninga og setningaliða. Má þar nefna hvernig börn læra að nota orðaröð, aðalsetningar, aukasetningar, aðaltengingar, aukatengingar og spurnarsetningar.
Setningarfræði fjallar um gerð setninga og setningaliða. Má þar nefna hvernig börn læra að nota orðaröð, aðalsetningar, aukasetningar, aðaltengingar, aukatengingar og spurnarsetningar.
Setning er skilgreind sem fullkomin röð orða sem tjáir merkingu og felur í sér t.d. fullyrðingu, spurningu, fyrirmæli eða upphrópun. Setningar eru settar saman úr margskonar liðum og er einfaldasta setningagerðin frumlag, umsögn og andlag.
Setningafræði er eitt af kerfum tungumálsins sem þróast yfir tíma. Börn byrja að tala með því að nota einföld orð, síðan tengja þau orð í lengri einingar til að tjá flóknari merkingu. Þau læra reglur og kerfi um að raða saman orðum í setningar út frá því máli sem þau heyra í umhverfinu. Um þriggja ára aldur byrja þau að mynda þriggja orða setningar sem fela í sér frumlag, umsögn og andlag. Þau segja þá setningar þar sem einhver gerir eitthvað við eitthvað t.d. „barnið drekkur mjólk“. Þegar þau hafa náð tökum á þessari setningamyndun geta setningar farið að lengjast og þróast yfir í flóknari setningagerðir.
Setningamyndun heldur áfram að þróast hjá börnum á miðstigi og unglingastigi skólans, því er mikilvægt að tungumál sé hluti af námsefni skóla. Jafnvel þó að ferlið að ná tökum á setningamyndun sé eins í munnlegu og rituðu máli, þá koma margar flóknari setningagerðir aðallega fyrir í rituðum texta. Hluti af því að ná tökum á lesskilningi er að geta greint flóknar setningagerðir og merkingu þeirra. Auðveldasta leiðin til að ná góðum tökum á setningamyndun er að tala um tungumálið.
Stuart and Stainthorp, (2016), Reading development and teaching, SAGE, London