Ættu öll börn á Íslandi að kunna íslensku? Hvað þarf til?

Elín Þöll Þórðardóttir Ph. D. McGill hélt erindi hjá Menntamálastofnun í janúar 2019. Þar fjallaði hún um rannsóknir og prófanir á grunnskólanemum. Þær hafa sýnt að íslenskukunnátta margra barna sem tala íslensku sem annað tungumál sé mun slakar en jafnaldra sem eiga íslensku sem móðurmál.

Upptöku af erindinu má nálgast hér.

Samstarf við nýja grunnskólaforeldra með annað móðurmál en íslensku

Í apríl 2019 var haldið málþing á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknastofu í fjölmenningarfræðum við Háskóla Íslands. Hér má nálgast upptökur af málþinginu.

Að læra annað mál í skóla – hvað er sérstakt við Ísland?

Fræðslufundur með Elínu Þöll Þórðardóttur Ph.D. haldinn í Gerðubergi 12.apríl 2018.
Elín Þöll er prófessor við McGill háskólann í Kanada og í erindi sínu fjallaði hún um rannsóknir á nemendum sem tala íslensku sem annað mál
Fræðsla fyrir alla sem hafa áhuga á íslensku sem öðru máli
Samanburður við önnur lönd bendir til þess að árangur nemenda á Íslandi sé minni en árangur nemenda sem læra önnur tungumál sem annað mál.
Hvers vegna? Er íslenska sérstaklega erfitt mál? Er eitthvað sérstakt við aðstæður á Íslandi sem veldur því að erfitt er að læra annað mál í skóla? Þarf annars konar aðferðir á Íslandi en í öðrum löndum?
Farið var yfir niðurstöður nýrra rannsókna um unglinga á Íslandi sem varpa ljósi á stöðu íslenskunáms í samkeppni við ensku, áhuga unglinga á því að læra íslensku og aðgengi þeirra að tækifærum til þess. Rætt var um möguleg úrræði sem gætu aukið íslenskukunnáttu nemenda sem tala hana sem annað mál.

Upptaka frá fundinum

 

Íslenska til alls – íslensk málstefna

Árið 2008 kom út ritið Íslenska til alls – tillögur íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu og þann 12.mars 2009 samþykkti Alþingi Íslands eftirfarandi þingsályktun um íslenska málstefnu:

,,Alþingi ályktar að samþykkja tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu sem opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu.“

,,Alþingi lýsir yfir stuðningi við það meginmarkmið tillagna Íslenskrar málnefndar að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags.“

Hver hefur árangur okkar verið?

Íslensk málnefnd  hefur meðal annars það verkefni samkvæmt 9. grein laga nr. 40/2006 að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Má finna allar ályktanir nefndarinnar hér og er þar meðal annars verið að taka út stöðuna í stafrænum heimi, íslensku sem annað tungumál og aðalnámskrár svo eitthvað sé nefnt. Mælt er með því að skoða ályktanir aftur í tímann.

Þetta á erindi til allra þeirra sem unna íslenskri tungu og hvað þá þeirra sem koma að menntun barna.

Tungumál er gjöf – Fríða Bjarney Jónsdóttir

Öll börn læra tungumál og sum börn læra fleiri en eitt tungumál strax á unga aldri. Tungumál er gjöf er vefur fyrir leikskóla þar sem markmiðið er að efla mál og læsi barna sem læra íslensku sem annað mál.

Vefurinn er stuðningsefni fyrir leikskólakennara til að skipuleggja starfið með börnunum í leikskólanum og styðja foreldra við að efla mál og læsi barna sinna á heimavelli.

Vefinn er hægt að nýta í heilu lagi eða sem afmörkuð viðfangsefni á starfsmannafundum, deildarfundum og fræðslufundum í samstarfi þeirra sem vilja efla þekkingu sína á þessu málefni.

Doktorsritgerð Sigríðar Ólafsdóttur

Meginmarkmið rannsóknar Sigríðar Ólafsdóttur 2015 var að kanna hve hratt og hvernig íslenskur orðaforði og lesskilningur þróast hjá ísl2 nemendum í fjórða bekk til áttunda bekkjar grunnskóla, einnig tengsl á milli þessara færniþátta. Þá var leitast við að skoða hvaða áhrif mállegir, félagslegir og aðrir umhverfisþættir hefðu á þróun orðaforða og lesskilnings. Að síðustu var könnuð færni barnanna í að tjá hugmyndir sínar í ritun og færa rök fyrir þeim, og hvort mætti tengja hana við orðaforða þeirra.

Doktorsritgerð Sigríðar Ólafsdóttur á Skemmunni.