Miðja máls og læsis býður upp á fjölbreytta fræðslu og ráðgjöf tengda skóla- og frístundastarfi. Hjá Miðju máls og læsis starfa sérfræðingar í máltöku, málþroska, læsi, fjöltyngi, kennslu íslensku sem annars máls, foreldrasamstarfi og fjölmenningalegum starfsháttum. Alltaf er reynt að sérsníða allar fræðslur eftir óskum starfsstöðva og þörfum hópsins hverju sinni sama hvort rætt er við nemendur, foreldra, starfsfólk eða stjórnendur, í stórum og smáum hópum. Þegar óskað er eftir fræðslu sem ekki er sérþekking á innan teymisins hefur MML haft millgöngu um að finna sérfræðing á viðkomandi sviði.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi af fyrirlestrum, námskeiðum og fræðslu sem MML býður upp á. Athugið að þetta er ekki tæmandi listi.

Til að bóka fræðslu, sendið póst á netfang Miðju máls og læsis mml(hjá)reykjavik.is.

  • Brú milli landa
    Námskeið fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi.

    Sjá auglýsingu

    Leiðbeinendur: Brúarsmiðir MML
    Tímalengd: 150 mínútur

  • Geta nemendur á mið- og unglingastigi verið með málþroskaröskun DLD?
    Markmiðið með erindinu er að upplýsa og fræða kennara og stjórnendur um málþroskaröskun DLD. Fjallað verður um málþroskaröskun og áhrif á möguleika í námi og lífi. Einnig verður fjallað um birtingarmynd málþroskaröskunar í skólastarfi og hvað hægt er að gera til að styðja við þennan hóp í daglegu starfi.

    Tímalengd: 1,5-3 klst eða eftir samkomulagi
    Leiðbeinendur: Þóra Sæunn Úlfsdóttir og Sigrún J. Baldursdóttir

  • Velkomm tú Æsland - málstefnuvinna í skóla- og frístundastarfi
    Hvað er málstefna og hvernig er hægt að virkja allt starfsfólk, nemendur og foreldra í vinnu með málstefnu? Fræðslan er blanda af fyrirlestri, stuttum verkefnum, leikjum og umræðum. Fræðsluna er hægt að nýta sem fyrsta skref í að hefja vinnu með málstefnu í skóla- eða frístundastarfi.

    Nánar um málstefnuvinnu í skóla- og frístundastarfi.

    Lengd: 1,5 – 2 klst eða eftir samkomulagi.
    Leiðbeinendur: Helga Ágústsdóttir og Ragnheiður V. Sigtryggsdóttir

  • Við erum öll ólík, við erum öll eins
    Á skóla- og frístundasviði vinna hátt í þúsund starfsmenn með annað/fleiri móðurmál en íslensku. Í þessari
    fræðslu verður rætt um mikilvægi þess að stuðla að góðum starfsanda, leiðir til að vinna með
    fjölbreyttan starfsmannahóp og hvernig við eflum þann mannauð sem býr í fjölmenningunni.

    Leiðbeinandi: Dagbjört Ásbjörnsdóttir

  • Mál og læsi í grunnskóla, hvað ber árangur?
    Lesfimi, umskráning, lesskilningur, hlustun, ritun, stafsetning, lestrarvandi, framsögn o.fl.
    – Læsi á yngsta- mið- eða unglingastigi. – Læsi í víðum skilningi.
    Leiðbeinendur: ráðgjafar MML
  • Ráðgjöf brúarsmiða og samræður við einstaka foreldra
    Ráðgjöf og samræður á ensku, filippseysku og pólsku á foreldradegi skólans. Foreldrarnir geta komið
    annaðhvort fyrir eða eftir fundinn með umsjónakennara. Boðið er upp á ráðgjöf og samræður um
    ýmislegt sem viðkemur námi og frístund barna.
    Leiðbeinendur: Brúarsmiðir MML
    Tímalengd: 30-60 mín
  • Stöðumat nýrra nemenda
    Hagnýtt 4 skipta námskeið fyrir þá kennara og stjórnendur sem annast móttöku nýrra nemenda. Farið er yfir allt efni stöðumatsins, helstu álitaefni og spurningar sem kunna að vakna í ferlinu. Námskeiðið byggir á æfingum í fyrirlögn til þess að þjálfa þátttakendur í notkun stöðumatsins.

    Námskeiðið er í fjórum hlutum, alls 4 x 90 mín.

    Sjá meira um stöðumat nýrra nemenda á Íslandi.

    Leiðbeinendur eru Helga Ágústsdóttir og Ragnheiður V. Sigtryggsdóttir

  • Nýr í bekknum
    Hvernig getur allt starfsfólk skólans stutt við farsæla móttöku nýrra nemenda? Farið er yfir helstu áskoranir í móttöku nýrra nemenda á Íslandi. Fjallað er um grunn að foreldrasamstarfi og hvernig hægt er byggja á styrkleikum nemenda samhliða því að tryggja að öll börn og ungmenni upplifi að þau tilheyri. Farið er stuttlega yfir hvað ný námskrá í íslensku sem öðru tungumáli felur í sér og hlutverk allra kennara og starfsfólks í máltöku barna og ungmenna á íslensku. Að lokum eru hagnýt verkfæri og kennsluaðferðir kynntar.

    Sjá efni um á heimasíðu

    Lengd fræðslu fer eftir samkomulagi, 90 – 120 mín.

    Leiðbeinendur eru Helga Ágústsdóttir og Ragnheiður V. Sigtryggsdóttir

  • Milli mála og hvað svo?
    Fræðsla fyrir kennara í grunnskóla um hvernig hægt er að nýta niðurstöður Milli mála í þágu nemenda og skólaþróunar. Um Milli mála prófið.

    Tímalengd: 90 mínútur.

    Leiðbeinendur eru Helga Ágústsdóttir og Ragnheiður V. Sigtryggsdóttir

  • Hvað get ég gert?
    Fræðsla fyrir kennara í grúnnskóla um hvernig hægt er að mæta fjölbreyttum hópi nemenda í öllu starfi.

    Tímalengd: 90 mín
    Leiðbeinendur: Ragnheiður V. Sigtryggsdóttir og Sigrún J. Baldursdóttir

Fleiri dæmi um starfsþróunartilboð á vegum Skóla- og frístundasviðs.