Íslenska er námstungumál barna sem alast upp á Íslandi. Það felur í sér að tækifæri til náms eru í réttu hlutfalli við þá færni sem börn hafa náð í íslensku.
Öll börn sem læra íslensku eiga íslensku.
Hvað er Milli mála?
Milli mála er staðlað málkönnunarpróf. Það mælir aldurstengdan námsorðaforða á íslensku.
Niðurstöður prófsins gefa vísbendingar um hversu mikið barnið skilur af því sem fram fer í kennslustundum og hver stuðningsþörf barnsins er.
Niðurstöður prófsins á að nýta við skipulag kennslu.
Hver leggur prófið fyrir?
Aðeins þeir sem hafa sótt sér réttindi á sérstöku námskeiði mega leggja prófið fyrir.
Fyrir hverja á að leggja prófið?
Milli mála er lagt fyrir alla nemendur með fjölbreyttan tungumálabakgrunn í grunnskólum Reykjavíkur.
Prófið er almennt lagt fyrir nemendur í 1., 4. og 7. bekk og 9. bekk ef þarf.
Nýkomnir nemendur: Prófið skal lagt fyrir eftir 2 ára skólagöngu á Íslandi. Síðan skv. leiðbeiningum.
Hvað þýða niðurstöður prófsins?
Prófið er staðlað miðað við eintyngda íslenska nemendur. Niðurstaða prófsins er flokkuð í liti.
Hvers vegna leggjum við Milli mála fyrir?
Markmið fyrirlagnar er að fá upplýsingar um stöðu í námsorðaforða á íslensku til þess að geta mætt stuðningsþörf barnsins.
- Allir kennarar þurfa upplýsingar um stöðu barnsins til þess að geta skipulagt kennslu
- Foreldrar eiga rétt á að vita hver staða barnsins er í námstungumálinu til þess að geta sinnt hlutverki sínu
Hvað er námsorðaforði?
Hvernig á að vinna með niðurstöður prófsins?
Þegar umsjónarkennari fær niðurstöður þarf hann að:
- Upplýsa aðra kennara um stuðningsþörf barnsins
- Námsorðaforði er sameiginlegt verkefni allra
- Upplýsa foreldra um niðurstöður og eiga samtal um hvernig best sé að mæta námslegum þörfum barnsins
- Ígrunda hvernig bæta megi námsumhverfi barnsins
- Hvað gengur vel?
- Hvað þarf að breytast?
- Hverju get ég breytt?
- Hvar ætla ég að byrja?