
Í flestum ef ekki öllum leikskólum eru til loðtöflusögur. Þessi sem er á myndinni er frá leikskólanum Klettaborg. Loðtöflusögur eru alltaf mjög vinsælar hjá börnum.
Þegar sagan er sögð eru myndir úr sögunni festar upp jafnóðum og auðveldar það börnunum að sjá söguþráðinn þróast.
Það er um að gera að nota tækifærið og spjalla aðeins nánar eins og til dæmis: hverjir eru í sögunni (sögupersónur), hvar gerist hún (staðsetning), hvenær gerist hún (tími), hvað gerist (atburðarás) og hvernig endar hún (sögulok). Síðan er gaman að velta fyrir sér, með börnunum, hvernig sögupersónunum líður.