Námsefnið Ótrúleg eru ævintýrin eftir Sigríði J. Þórisdóttur má víða finna í leik- og grunnskólum. Þó svo efnið sé frá 1993 þá er það alveg í fullu gildi enn í dag.
Eitt af markmiðum námsefnisins er að börnin kynnist kjarngóðu íslensku máli og geti yfirfært það í daglegt tal.
Kennarabókin sem fylgir efninu kemur með skemmtilegar hugmyndir og lýsir orðaforðavinnu á fjölbreyttan hátt.
Á vef Menntamálastofnunar er að finna texta með nokkrum af þjóðsögunum sem unnið er með í Ótrúleg eru ævintýrin. Einnig má finna á síðunni hljóðbók með sömu sögum. Það er kostur að geta prentað út sögurnar og/eða sent þær á hljóðbók til foreldra/forráðamanna, þannig að þeir geti tekið þátt í námi barna sinna.