Færslur

Íslenska til alls – íslensk málstefna

Árið 2008 kom út ritið Íslenska til alls – tillögur íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu og þann 12.mars 2009 samþykkti Alþingi Íslands eftirfarandi þingsályktun um íslenska málstefnu:

,,Alþingi ályktar að samþykkja tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu sem opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu.“

,,Alþingi lýsir yfir stuðningi við það meginmarkmið tillagna Íslenskrar málnefndar að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags.“

Hver hefur árangur okkar verið?

Íslensk málnefnd  hefur meðal annars það verkefni samkvæmt 9. grein laga nr. 40/2006 að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Má finna allar ályktanir nefndarinnar hér og er þar meðal annars verið að taka út stöðuna í stafrænum heimi, íslensku sem annað tungumál og aðalnámskrár svo eitthvað sé nefnt. Mælt er með því að skoða ályktanir aftur í tímann.

Þetta á erindi til allra þeirra sem unna íslenskri tungu og hvað þá þeirra sem koma að menntun barna.