Listasafn Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur tekur á móti nemendum á öllum skólastigum. Safnið starfar í þremur safnahúsum, þ.e. Ásmundasafni, Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum.

Nánar má fræðast um fyrirkomulagið hér á heimasíðu safnsins

Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með flest öllum útilistaverkum borgarinnar. Nú má nálgast vandað smáforrit um útilistaverkin, þannig má á einfaldan og skemmtilegan hátt fræðast um þau, hlusta á hljóðleiðsagnir og fara í skemmtilega leiki. Hér má finna slóð inn á appið útilistaverk í Reykjavík..

SARPUR – Menningarsögulegt gagnasafn

Vefsíðan Sarpur er menningarsögulegt gagnasafn. Þar eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni.

Sarpur er einstakt verkfæri sem veitir kennurum og nemendum aðgengi að myndum og heimildum sem nýta má með fjölbreyttum hætti bæði til gagns og gamans.