SARPUR – Menningarsögulegt gagnasafn

Vefsíðan Sarpur er menningarsögulegt gagnasafn. Þar eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni.

Sarpur er einstakt verkfæri sem veitir kennurum og nemendum aðgengi að myndum og heimildum sem nýta má með fjölbreyttum hætti bæði til gagns og gamans.