Íslenskusamlokan
Við fáum mjög oft spurningar um hvaða tungumál eigi að nota við nýja nemendur af erlendum uppruna. Það er auðvitað ekkert eitt rétt svar við þeirri spurningu enda börnin mörg og með fjölbreytta reynslu í farteskinu auk þess að aðstæður samskiptanna geta verið ólíkar.
Það má samt alveg nota þá þumalfingursreglu að bjóða alltaf íslenskuna fyrst og síðast, sama hvaða stoðir við nýtum okkur til þess að gera okkur skiljanleg.
Í samlokunni er íslenskan brauðið, skilaboðin eru áleggið sama hvaða fjölbreyttu aðferðir við nýtum okkur til þess að þau komist örugglega til skila.