Fræðsluefni fyrir foreldra tví- og fjöltyngdra barna

PEaCH er stytting á enska heitinu Preserving and promoting Europe’s cultural and linguistic heritage through empowerment of bilingual children and families, sem á íslensku væri mögulega hægt að þýða sem: Evrósk tungumálaarfleifð og menning sett í fókus með valdeflingu tvítyngdra barna og fjölskyldna.

Á foreldrasíðu PEaCH má finna mikið efni ætlað foreldrum. Búið er að þýða efnið á mörg evrópsk tungumál og hægt er að stilla leitarsíu eftir tungumáli neðst á síðunni. 

Ítarleg handbók frá PEaCH um máluppeldi. 

Hér fyrir neðan má finna stutt fræðslumyndbönd á ensku um hvernig foreldrar geta stutt við málþroska tví- og fjöltyngdra barna.

 

Veggspjöld um fjölmenningu

 

Í tengslum við Menntastefnumót 10. maí 2021 voru unnin tvö veggspjöld um fjölmenningu. Hér  fyrir ofan má sjá veggspjöldin og sækja í prentvænni útgáfu.

Annað veggspjaldið sýnir það sem börn í Reykjavík hafa verið að velta fyrir  sér og spyrja um. En hitt veggspjaldið vekur athygli á fjölbreytileikanum og hvernig hægt sé að fagna honum.