Forsíða Bildetema

Myndaþema (Bildetema)

Búið er að uppfæra og endurvinna Bildetema myndaorðabókina á íslensku. Myndaorðabókin byggir á ljósmyndum og er þemaskipt. Hvert orð er tekið upp á íslensku og hægt er að hlusta á orðin.

Margir kaflanna skiptast í undirhugtök. Til dæmis inniheldur kaflinn um Manneskjur og líkama nokkra undirkafla.

Þegar valinn er kaflinn: Líffæri í líkamanum birtast hugtök sem eiga heima þar undir.

 

Myndaorðabókin er á nokkrum tungumálum og fleiri munu bætast við. Notendur geta valið sín uppáhalds tungumál og hoppað á milli þeirra með auðveldum hætti. Eftir að tungumál hefur verið stjörnumerkt birtist það efst í rauðu stikunni og þá er hægt að stökkva á milli tungumála með einum smelli.