Íslenskur námsorðaforði
Út er komin grein eftir Auði Pálsdóttur og Dr. Sigríði Ólafsdóttur um lista yfir íslenskan námsorðaforða (LÍNO-2). Í greininni er farið yfir tilurð listans og þær rannsóknir sem byggt er á.
Listinn ætti að vera skyldulesning allra grunnskólakennara þar sem hann byggir á tíðni orða í íslensku lesmáli. Orðin eru flokkuð eftir tíðni og þau eru greind niður á orðflokka. Það er áhugavert að skoða einstaka orðflokka út frá tíðni.
Listanum má hlaða niður hér. Skráin er á CSV sniði sem þarf að flytja sérstaklega inn í Excel svo hægt sé að vinna með skrána. Hér má hlaða niður excel skránni.
Einnig er hægt að skoða hann hér á síðunni: