Íslenska er námstungumál barna sem alast upp á Íslandi. Það felur í sér að tækifæri til náms eru í réttu hlutfalli við þá færni sem börn hafa náð í íslensku.
Öll börn sem læra íslensku eiga íslensku.
Hvað er Milli mála?
Milli mála er staðlað málkönnunarpróf. Það mælir aldurstengdan námsorðaforða á íslensku.
Niðurstöður prófsins gefa vísbendingar um hversu mikið barnið skilur af því sem fram fer í kennslustundum og hver stuðningsþörf barnsins er.
Niðurstöður prófsins á að nýta við skipulag kennslu.
Hver leggur prófið fyrir?
Aðeins þeir sem hafa sótt sér réttindi á sérstöku námskeiði mega leggja prófið fyrir.
Fyrir hverja á að leggja prófið?
Milli mála er lagt fyrir alla nemendur með fjölbreyttan tungumálabakgrunn í grunnskólum Reykjavíkur.
Prófið er almennt lagt fyrir nemendur í 1., 4. og 7. bekk og 9. bekk ef þarf.
Nýkomnir nemendur: Prófið skal lagt fyrir eftir 2 ára skólagöngu á Íslandi. Síðan skv. leiðbeiningum.
Hvað þýða niðurstöður prófsins?
Prófið er staðlað miðað við eintyngda íslenska nemendur. Niðurstaða prófsins er flokkuð í liti.
Hvers vegna leggjum við Milli mála fyrir?
Markmið fyrirlagnar er að fá upplýsingar um stöðu í námsorðaforða á íslensku til þess að geta mætt stuðningsþörf barnsins.
- Allir kennarar þurfa upplýsingar um stöðu barnsins til þess að geta skipulagt kennslu
- Foreldrar eiga rétt á að vita hver staða barnsins er í námstungumálinu til þess að geta sinnt hlutverki sínu
Hvað er námsorðaforði?
Hvernig má skila niðurstöðum til foreldra?
Markmið fyrirlagnar er að kanna stuðningsþörf barnsins og bregðast við henni. Þegar við skilum niðurstöðum til foreldra er unnið að sama markmiði.
Þess vegna þarf að verja tíma til þess að útskýr og að fara yfir niðurstöður með foreldrum á fundi og ræða þær á jafningjagrundvelli. Einnig þarf að eiga samtal um leiðir til þess að styðja við námsorðaforða barnsins. Niðurstöðurnar á aldrei að senda heim þar sem auðvelt er að mistúlka niðurstöður og slík upplýsingamiðlun getur komið aftan að foreldrum og jafnvel grafið undan samstarfi heimilis og skóla.
Niðurstöðurnar skal kynna á fundi þar sem markmið fundarins er að styrkja foreldra í hlutverki sínu og hvetja þau til þess að styðja við orðaforða barnsins með fjölbreyttum hætti.
Gott gæti verið að hafa námsefni bekkjarins í stærðfræði, náttúrufræði og samfélagsfræði við höndina og sýna foreldrum hvar hægt er að finna námsefnið.
MML hvetur kennara til þess að kynna sér Leiðarvísi um fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi
Hægt er að sýna foreldrum yngri barna hvernig hægt er að styðja við stærðfræðihugtök í daglegu lífi.
Stærðfræði höfundur: Miðja máls og læsis
Hvernig á að vinna með niðurstöður prófsins?
Þegar umsjónarkennari fær niðurstöður þarf hann að:
- Upplýsa aðra kennara um stuðningsþörf barnsins
- Námsorðaforði er sameiginlegt verkefni allra
- Upplýsa foreldra um niðurstöður og eiga samtal um hvernig best sé að mæta námslegum þörfum barnsins
- Ígrunda hvernig bæta megi námsumhverfi barnsins
- Hvað gengur vel?
- Hvað þarf að breytast?
- Hverju get ég breytt?
- Hvar ætla ég að byrja?
Dæmi um hvernig hægt er að ræða um stuðning við stærðfræðiorðaforða við foreldra
Námsorðaforði í daglegu lífi by Miðja máls og læsis