Söguland – stærðfræði
Guðbjörg Pálsdóttir dósent í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið HÍ hefur haldið margskonar námskeið sem tengjast stærðfræði og eitt af þeim er Stærðfræði og barnabækur. Eins og nafnið gefur til kynna er verið að benda á hvað stærðfræði leynist víða og hve auðvelt er að leika sér með sögurnar. Guðbjörg bendir á Söguland sem góðan grunn í vinnu með stærðfræði utan hefðbundinnar kennslu. Í Sögulandi fer kennarinn í hlutverk og börnin taka virkan þátt. Notuð er einhver kveikja eins og til dæmis bréf frá sögupersónu sem er í vanda… getum við hjálpað?
Hérna má sjá myndbandið KS1 Drama in Maths – Drama for Learning til að kynnast nánar Sögulandi.