Má ég vera með?

Í frístundaheimilinu Eldflauginni er markviss félagsfærniþjálfun fyrir börn sem þurfa á því að halda. Börnin hittast í smærri hópum einu sinni í viku yfir tíu vikna tímabil. Þar er farið í ákveðna grunnfærni eins og að hlusta á aðra og skiptast á í samræðum, yfir í vináttu- og leiðtogafærni.

Unnur Tómasdóttir forstöðumaður í frístundaheimilinu Eldflauginni kynnti þetta verkefni á uppskeruhátíð frístundamiðstöðvanna í Reykjavík – Höfuð í bleyti 2019 – glærukynninguna má finna hér.