Leikgleði – 50 leikir
Menntamálastofnun hefur gefið út bókina Leikgleði – 50 leikir og er hún öllum aðgengileg.
Í formálanum segir höfundurinn Sabína Steinunn Halldórsdóttir m.a.: ,,Leikir eru ein mikilvægasta og besta aðferð sem völ er á til að vinna að lýðheilsu einstaklinga. Heilsa skiptist í líkamlega, andlega og félagslega heilsu og má vinna með alla þessa þrjá þætti samhliða og á sama tíma í gegnum leik.“