Markmið: að efla orðafora og hugtakaskilning.

Þjálfa nemendur í að:

  • Nýta eigin bakgrunnsþekkingu
  • Álykta
  • Rökstyðja
  • Nota orðabækur
  • Vinna saman
  • Fara eftir leikreglum

Kennsluaðferð: spurningakeppni sem felur í sér samvinnu og upplýsingaleit.

Viðfangsefni: að leita að upplýsingum um orð og setja fram í rituðu og töluðu máli.

Kennslugrein: íslenska, samfélagsfr- og raungreinar.

Gögn: orðabækur, orðaskýringar, skráningarblað, skriffæri.

Undirbúningur kennarans: kennari velur orð, skipta í lið.

Framkvæmd:

  • Kennarinn skiptir í lið og lætur hvort lið fá lista af orðum
  • Kennarinn spyr liðin spurninga um orðin sem þau hafa fengið
  • Nemendur svara spurningunum í 1. Persónu þ.e. þeir ganga inn í hlutverk orðsins
  • Þeir sem ekki eru í liði eiga að geta upp á um hvaða orð verið er að spyrja
  • Svör liðanna eru metin
  • Þeir sem eru með bestu skilgreininguna vinnur

Skjal til útprentunar

 

Að taka viðtal við orð

 

 

Dæmi um spurningar og svör nemenda

 

 

Ertu karlkyns eða kvenkyns ?

·      Ég er kvenkynsorð

 

Ertu mikið notuð í skólastarfi?

·      Já ég er vinsæl en það þyrftu að vera til fleiri eintök af mér.

 

Telur þú þig nauðsynlega allsstaðar?

·      Já ég nýtist í öllu þjóðfélaginu.

 

Hvað líkar þér ekki og hvers vegna?

·      Mér líkar ekki þegar fólk misnotar mig.

 

Hvað þykir þér vænt um? Hvers vegna?

·      Þegar ég er notuð til að auðvelda fólki nám og vinnu og sem umbun af því að ég get verið svo skemmtileg.

 

Hverjir eru draumar þínir?

·       Að sem flestir pikkuðu í mig oft á dag.

 

 

Svar: Tölva