Uppfært í september 2024. Þau sem starfa hjá Reykjavíkurborg og vilja nýta aðgengilegt lestrarumhverfi í starfi með nemendum þurfa að senda upplýsingar til tækniþjónustu um að þið þurfið að geta deilt skjölum án auðkennis til nemenda. Vegna persónuverndarsjónarmiða er ekki leyfilegt að deila skjölum á netföng nemenda nema gegnum hlekk. Nemendur eiga ekki að þurfa að skrá sig inn.

Þann 11. janúar 2024 var haldinn fræðslufundur á vegum Miðju máls og læsis. Yfirskrift fundarins var Úti og inni, hvar sem er. Markhópur fræðslunnar voru náttúrufræðikennarar en aðferðirnar sem kynntar voru gagnast öllu fagfólki í skóla- og frístundastarfi.

Glærur frá Þóru Skúladóttur um aðgengilegt lestrarumhverfi

Frekari leiðbeiningar um notkun aðgengilegs lestrarumhverfis (e. immersive reader).

Immersive Reader – leikey.net

Hvað getur aðgengilegt lestrarumhverfi á íslensku?

  • lesið texta upphátt – raddlestur á íslensku
  • lesið hægar/hraðar og fylgt texta
  • skipt um lit á undirlagi texta
  • lesið stakar línur
  • þýtt stök orð af íslensku yfir á ótal tungumál og lesið þýðinguna upphátt
  • þýtt allan textann af íslensku yfir á ótal tungumál
  • lesið þýðingu textans upphátt
  • hlustað á lestur á íslensku og sýnt hvaða orð má æfa betur

Einnig er hægt að nýta aðgengilegt lestrarumhverfi til að vinna með fjölbreytt tungumál í kennslustofunni

  • til að brúa bil milli tungumála í skólastofunni
  • hlusta á texta lesinn á öðrum tungumálum
  • til að æfa framburð eða lestur
  • til að skilja texta ef fólk talar eða les önnur tungumál

Fyrir hverja er aðgengilegt lestrarumhverfi?

Aðgengilegt lestrarumhverfi er sérstaklega gagnlegt fyrir þau sem upplifa hindranir í að vinna úr texta s.s. vegna lestrarerfiðleika eða tungumálakunnáttu. Aðgengilegt lestrarumhverfi er opið öllum svo lengi sem hægt er að deila skjölum s.s. word eða power point þannig að þau opnist í vafra.

  • Nýir nemendur á Íslandi
  • Lestrarerfiðleikar s.s. dyslexia
  • Nemendur á byrjunarstigi í lestri vegna rofinnar skólagöngu
  • Sjóndaprir nemendur

Hvað þarf að hafa til þess að geta nýtt aðgengilegt lestrarumhverfi?

Það er nóg að hafa netaðgang og hlekk á skjal sem búið er til í power point eða word.

Hver getur búið til skjöl fyrir nemendur?

Allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík á að hafa aðgang að office. Það er nóg til þess að búa til skjöl í power point eða word.
Þegar skjölum er deilt til nemenda þarf að búa til hlekk á skjalið og velja að þeir sem hafa fengið hlekkinn geti ekki breytt skjalinu. Sjá leiðbeiningar frá Þóru Skúlad.

Hvað með persónuvernd?

Ef skjölum er útdeilt til nemenda gegnum read only hlekk, þá er það sambærilegt við að deila slóð á vefsíðu til nemenda þar sem engrar innskráningar er krafist af hálfu nemenda.

Hvað er vafri?

Vafri er íslenska orðið yfir browser. Algengir vafrar eru t.d. Chrome, Firefox og Microsoft Edge. Sá síðastnefndi inniheldur einmitt aðgengilegt lestrarumhverfi.