Frá haustinu 2022 hafa verið veitt sérstök aukaverðlaun í Skrekk fyrir skapandi notkun á íslensku. Markmið verðlaunanna er að styðja við jákvæð viðhorf gagnvart íslensku og draga fram möguleika íslensku í skapandi starfi. Verðlaunin eru veitt því atriði sem þykir skara framúr í skapandi notkun á íslensku. Atriðið þarf ekki að hafa komist í úrslit til þess að koma til greina.
Bókmenntaborg og Miðja máls og læsis standa að verðlaununum og skipa dómnefnd ár hvert. Dr. Eiríkur Rögnvaldsson heiðursprófessor í íslenskum fræðum hefur liðsinnt verkefninu og leitt dómnefnd síðan 2022.
Engin áhersla er á rétt eða rangt mál. Þetta eru verðlaun fyrir að nýta íslensku sem efnivið sköpunar og draga fram jákvæð viðhorf til íslensku og möguleika tungumálsins.
- Íslenska er nýtt á skapandi hátt
- eignarhald á íslensku, „ég á íslensku og má nota hana eins og ég vil!“
- frumleiki
- ný sýn
- sköpunargleði
- hið óvænta
- Íslenska er efniviður
- atriðið þarf að vera á íslensku eða íslensku táknmáli
- það má nota fleiri tungumál í atriðinu
- atriðið þarf ekki að samræmast neinum málstaðli
- slettur geta þjónað tilgangi
- Jákvætt viðhorf til íslensku og möguleika tungumálsins
- Gleði gagnvart tungumálinu, sorglegt atriði eða atriði um erfið málefni getur dregið fram jákvæð viðhorf til íslensku
- Sköpunarkraftur
- Hugarfar grósku
Skrekkstunguverðlaunin
Árið 2023 hlaut Langholtsskóli Skrekkkstunguna fyrir atriðið: Gerandinn er þinn besti vin.
Úr rökstuðningi dómnefndar: Langholtskóli hlýtur verðlaunin fyrir skapandi notkun á íslensku í atriðinu Gerandinn er þinn besti vin. Atriðið er sterk ádeila. Íslenskan notuð til að fjalla um erfið og flókin mál. Þau nota íslensku gagngert út allt atriðið og eru ófeimin við að íslenska erlenda söngtexta og frasa. Þau nota tungumálið af hispursleysi og í atriðinu eru margar eftirminnilegar setningar. Atriðið tók íslenskuna alla leið án þess að fegra eitt eða neitt og hlýtur því Skrekkstunguna 2023.
Árið 2022 hlaut Landakotsskóli Skrekktunguna fyrir atriðið: Velkomin til Íslands.
Úr rökstuðningi dómnefndar: Atriði Landakotsskóla þótti sýna skapandi tjáningu á íslensku, sló eign sinni á íslenska tungu og dregur fram jákvæð viðhorf til íslensku og málræktar.