Áður en byrjað er að lesa þarf að vekja áhuga barnsins á bókinni með því að skoða bókakápuna og spjalla aðeins um hana, ræða heiti bókarinnar, höfund og teiknara.
Gefið sögupersónum rödd og njótið þess að lesa fyrir barnið.
Reynið að fá barnið til að taka þátt í lestrinum, t.d. með því að ljúka við setningar sem oft koma fyrir. Ræðið um efni bókarinnar, t.d. hvað heldurðu að gerist næst, hvernig myndi þér líða, hver heldur þú að… Ræðið sérstaklega efni bókarinnar ef það tengist reynslu barnsins og notið opnar spurningar.